Undurbúningur fyrir tískuviku

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Undurbúningur fyrir tískuviku

Kaupa Í körfu

UM 70 fyrirsætur, bæði íslenskar og erlendar, sýna hönnuðum hvað þær hafa fram að færa fyrir framan íþróttamiðstöðina Laugar í Laugardal. Nú stendur yfir tískuvikan á Íslandi (Iceland Fashion Week) og eru erlendir hönnuðir, sem koma víðsvegar að, staddir á landinu. Munu þeir ásamt íslenskum hönnuðum m.a. halda tískusýningu á laugardag í húsi Orkuveitu Reykjavíkur. Ýmislegt verður að auki um að vera í kringum vikuna sem er haldin í fimmta skiptið. Henni lýkur á mánudag að sögn Kolbrúnar Aðalsteinsdóttur, skipuleggjanda tískuvikunnar. Að sögn Kolbrúnar er Ísland komið á stall með hátískuborgum eins og París og Mílanó, íslenskar fyrirsætur og hönnuðir séu mjög eftirsótt úti í heimi. Að auki er hér staddur fjöldi erlendra blaðamanna sem fylgjast með því sem verður um að vera næstu daga.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar