Skólasetning Háskólans í Reykjavík

Jim Smart

Skólasetning Háskólans í Reykjavík

Kaupa Í körfu

HÁSKÓLINN í Reykjavík var settur í sjöunda sinn við hátíðlega athöfn í Borgarleikhúsinu á fimmtudag. Fluttu þar ávörp Ragnhildur Ágústsdóttir, formaður Visku, félags stúdenta HR, dr. Þorlákur Karlsson, nýr forseti viðskiptadeildar, og Guðfinna S. Bjarnadóttir, rektor skólans. Í ræðu rektors kom fram að heildarfjöldi umsókna í ár hafi verið 824, en um 440 nýnemar hefja nám við Háskólann í Reykjavík í haust. Þar af eru 57% karlar og 43% konur. Flestir nýnemar hefja nám í viðskiptadeild eða 267 nemendur, 88 munu hefja nám í lagadeild og um 90 í tölvunarfræði. Um níutíu nemendur hefja nú nám á meistarastigi við háskólann en alls er reiknað með að nemendur skólans verði um 1.400 í þremur deildum HR á grunn- og meistarastigi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar