Gerðarsafn

Jim Smart

Gerðarsafn

Kaupa Í körfu

ÞAÐ er óneitanlega viss list að setja upp sýningu á húsgagnahönnun án þes að sýningin minni um of á heimsókn í húsgagnaverslun og því miður falla sýningarnar tvær sem nú standa yfir í Gerðarsafni báðar í þá gildru. Munirnir sem safngesta bíða eru óneitanlega glæsilegir á að líta og á það jafnt við um sýninguna Sígild dönsk hönnun, sem geymir verk þeirra Hans J. Wegner og Børge Mogensen, sem og sýninguna Íslensk húsgagnahönnun þar sem finna má valda muni nokkurra íslenskra hönnuða. MYNDATEXTI:PP225 hampgarnstóll eftir Hans J. Wegner frá 1950 og PP586, ávaxtaskál á fótum frá 1965. Wegner fékk hugmyndina að þessum sérstæða, en mjög svo afslappaða, stól einn sumardag í sandhólum við ströndina.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar