Siv Friðleifsdóttir hættir sem ráðherra

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Siv Friðleifsdóttir hættir sem ráðherra

Kaupa Í körfu

DAVÍÐ Oddsson forsætis-ráðherra ætlar að taka við sem utanríkis-ráðherra 15. september. Þann dag mun Halldór Ásgrímsson taka við embætti forsætis-ráðherra. Davíð sagði blaðamönnum frá þessu um síðustu helgi. Davíð þurfti að fara í uppskurð vegna æxlis í nýra og skjald-kirtli í sumar. Hann sagði að sér liði vel núna. Hann vissi samt ekki hvenær hann færi aftur að vinna. Davíð sagðist vera að safna kröftum. Siv Friðleifsdóttir umhverfis-ráðherra mun hætta sem ráðherra 15. september. Þá fær Sjálfstæðis-flokkurinn umhverfis-ráðuneytið. Margar konur í Framsóknar-flokknum segjast vera óánægðar með að Siv skuli hætta sem ráðherra. Nú er aðeins ein kona ráðherra fyrir Framsóknar-flokkinn. MYNDATEXTI: Sif Friðleifsdóttir ræðir við fréttamenn eftir fund Framsóknar-flokksins.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar