Menningarnótt 2004

Menningarnótt 2004

Kaupa Í körfu

Aldrei hafa svo margir verið saman komnir í miðborg Reykjavíkur sem síðastliðið laugardagskvöld þegar hátíðarhöld Menningarnætur náðu hámarki. Að mati lögreglu voru að jafnaði ekki færri en 40.000 manns í höfuðborginni á laugardaginn og yfir 100.000 manns voru í miðborginni þegar hátíðarhöldunum lauk með flugeldasýningu á Miðbakka. Þetta metur lögregla m.a. út frá fjölda bíla og miðar við reynslu fyrri ára. MYNDATEXTI:Vatnadansmeyjar féllu í valinn, að minnsta kosti um stundarsakir, og urðu félagar í Lögreglukórnum að taka upp krítarnar og merkja hvar þær féllu niður.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar