Listamannaþing á Eiðum

Listamannaþing á Eiðum

Kaupa Í körfu

Síðastliðinn laugardag var lokadagur árlegs listamannaþings á Eiðum sem ætlað er að vera stefnumótandi afl í tengslum við menningarsetur þar. Í ár var listamannaþingið haldið í annað sinn og var að þessu sinni var lögð áhersla á að leiða saman myndlistarmenn og kvikmyndagerðarfólk til að rannsaka þá þætti sem skarast í þessum tveimur listgreinum. Voru sem fyrr leiddir saman erlendir og innlendir listamenn sem skiptust á hugmyndum og skeggræddu möguleika uppbyggingar menningarsetursins. MYNDATEXTI: Sigurjón Sighvatsson sagðist bjartsýnn á framtíð menningarsetursins á Eiðum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar