Sultugerðkeppni Mosfellsdal

Sultugerðkeppni Mosfellsdal

Kaupa Í körfu

Melónumauk með kókos fékk viðurkenningu fyrir frumleika en hindberjasælan þótti best og rifsberjahlaup lenti í öðru sæti. Það er alveg sérstök stemmning sem ríkir á grænmetismarkaðnum í Mosfellsdalnum, fólk kemur með tágakörfurnar og fyllir af nýuppteknu grænmeti, kaupir silung í soðið, smakkar á heimagerðu góðgæti og fær sér kaffisopa. Spekingslega sat þriggja manna dómnefnd að störfum síðasta laugardag og bragðaði á tugum gómsætra sultutegunda sem kepptu til verðlauna í árlegri sultukeppni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar