Kopuskóli skóflustunga

Jim Smart

Kopuskóli skóflustunga

Kaupa Í körfu

Stefán Jón Hafstein, formaður fræðsluráðs Reykjavíkur, tók í gær fyrstu skóflustunguna að nýjum Korpuskóla í Staðahverfi í Grafarvogi en skólinn hefur frá árinu 1999 verið til húsa að Korpúlfsstöðum. Hin nýja bygging verður um 2.500 fermetrar að stærð og getur tekið við 170 nemendum í 1.-10. bekk. Framkvæmdir við skólann eru hafnar og er áætlað að þeim verði lokið næsta haust þannig að kennsla í hinni nýju skólabyggingu getur hafist í upphafi skólaársins 2005-6. MYNDATEXTI: Skóflustunga: Stefán Jón Hafstein, formaður fræðsluráðs Reykjavíkur, naut dyggrar aðstoðar þegar hann tók fyrstu skóflustunguna að nýrri skólabyggingu við Bakkastaði.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar