Blikastaðasjóður

Davíð Pétursson

Blikastaðasjóður

Kaupa Í körfu

Skorradalur | Úthlutað hefur verið úr Blikastaðasjóði í fjórða sinn. Þórey Bjarnadóttir hlaut styrk að fjárhæð kr. 350.000. Þórey er í meistaranámi í fóðurfræði við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri og tekur hluta af námi sínu við University of Guelph. Það var Sigsteinn Pálsson, 99 ára gamall stofnandi sjóðsins, sem afhenti styrkinn. Blikastaðasjóðurinn var stofnaður árið 1999 af Sigsteini Pálssyni, fyrrverandi bónda á Blikastöðum, og fjölskyldu hans, til minningar um Helgu Jónínu Magnúsdóttur, fyrrverandi húsfrú á Blikastöðum, og hjónin Þ. Magnús Þorláksson og Kristínu Jónatansdóttur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar