Stafagöngunámskeið í Vík í Mýrdal

Jónas Erlendsson

Stafagöngunámskeið í Vík í Mýrdal

Kaupa Í körfu

Fagridalur | Stafaganga er sífellt að ryðja sér meira til rúms hér á landi, eins og víðar í Evrópu og Norður-Ameríku. Milljónir manna stunda nú þessa íþrótt enda fær fólk viðbótarþjálfun með því að nota stafina í gönguferðum. Hópur Mýrdælinga fór á dögunum á stafagöngunámskeið hjá Halldóri Hreinssyni og eftir það hafa sumir þátttakendanna sést á ferð með stafina, jafnvel á götum Víkurþorps. Íþróttin er upprunnin í Finnlandi en þar fóru skíðagöngumenn að æfa sig með stafina á sumrin. Tilburðirnir hjá fólkinu á stafagöngunámskeiðinu minntu líka nokkuð á skíðagöngu þegar það var við æfingar á túnunum fyrir ofan Vík.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar