Gullfosskaffi

Sigurður Sigmundsson

Gullfosskaffi

Kaupa Í körfu

Hrunamannahreppur | Húsakynni við Gullfosskaffi hafa nýlega verið stækkuð verulega. Tekinn hefur verið í notkun 300 fermetra veitingasalur. Öll aðstaða til veitingareksturs við Gullfoss er því orðin mjög góð. Árið 2000 byggðu hjónin Elva Björk Magnúsdóttir og Svavar Njarðarson 150 fermetra veitingaskála skammt frá Sigríðarstofu og hófu þar veitingarekstur. Strax í upphafi gekk reksturinn vel og þeim var ljóst að þörf var fyrir slíka þjónustu við Gullfoss. Árið eftir byggðu þau 50 fermetra viðbyggingu og nú hafa þau byggt 310 fermetra við húsið, rúmgóðan veitingasal og snyrtingar MYNDATEXTI: Vertarnir: Elva Björk og Svavar í versluninni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar