Þjóðminjasafn Íslands

Árni Torfason

Þjóðminjasafn Íslands

Kaupa Í körfu

Starfsfólk Þjóðminjasafnsins Um áttatíu einstaklingar starfa við Þjóðminjasafn Íslands um þessar mundir. Þjóðminjavörður, Margrét Hallgrímsdóttir, er æðsti yfirmaður safnsins sem heyrir undir menntamálaráðuneytið og eru þrjú svið starfandi innan stofnunarinnar MYNDATEXTI: Starfsfólk Þjóðminjasafnsins Um áttatíu einstaklingar starfa við Þjóðminjasafn Íslands um þessar mundir. Þjóðminjavörður, Margrét Hallgrímsdóttir, er æðsti yfirmaður safnsins sem heyrir undir menntamálaráðuneytið og eru þrjú svið starfandi innan stofnunarinnar. Rannsókna- og varðveislusvið sér um söfnun hluta, rannsóknir á safneigninni og skráningu hennar. Einnig annast starfsmenn þess viðgerðir og forvörslu á gripum í eigu safnsins og þjónustu við þá sem óska eftir aðgangi að safneigninni, til dæmis myndasafninu sem geymir vel á aðra milljón mynda. Miðlunarsvið annast alla þá þjónustu sem snýr að almenningi - sýningahald, safnfræðslu og útgáfumál, auk reksturs safnbúðar og allra almannatengsla. Á fjármála- og þjónustusviði er haldið utan um fjármál og rekstur safnsins, starfsmannamál, skjala- og bókasafn, tölvukerfi, húsnæðismál og öryggisvörslu.Störf fólksins í þessum stóra hóp hér á myndinni eru því afar fjölbreytt, en þeirra á meðal eru til dæmis forverðir, sýningarstjórar, kerfisfræðingar, safnkennarar, ræstitæknar, þjóðháttafræðingar, skjalaverðir, ljósmyndarar og listfræðingar, svo dæmi séu tekin

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar