Flak breskrar sprengjuflugvélar sótt
Kaupa Í körfu
ÞEIR létust allir samstundis, mennirnir fjórir sem voru um borð í breskri sprengjuflugvél af gerðinni Fairey Battle, en hún fórst á jökli sem er á hálendinu milli Eyjafjarðar og Öxnadals 26. maí 1941. Brotlendingin er talin hafa verið mjög harkaleg. Nú rúmlega 60 árum eftir að vélin fórst er búið að hreinsa svæðið á jöklinum, en 15 manna leiðangur var að störfum í vikunni og lauk við hreinsunarstarfið. Meðal annars voru líkamsleifar mannanna fluttar með þyrlu Landhelgisgæslunnar TF-LÍF til Akureyrar. Hörður Geirsson á Akureyri leitaði vélarinnar í yfir 20 ár og bar leitin loks árangur síðsumars 1999. Hann hefur alls farið 22 ferðir á jökulinn á undanförnum árum. MYNDATEXTI: Feðgarnir Hörður Geirsson og Arnar Össur Harðarson við flak vélarinnar á jöklinum á hálendinu milli Eyjafjarðar og Öxnadals. Hörður fann vélina eftir 20 ára leit, síðsumars 1999, og hann hefur farið 22 ferðir þangað upp.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir