Gruppo Atlantico

Árni Torfason

Gruppo Atlantico

Kaupa Í körfu

Tónleikadagskrá sumarsins í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar lýkur með tvennum tónleikum þar sem Gruppo Atlantico leikur. Fyrri tónleikarnir eru í kvöld, sunnudag, kl. 20.30 og eru helgaðir verkum þýska tónskáldsins Roberts Schumanns. Að sögn Hlífar Sigurjónsdóttur fiðluleikara og stofnanda tríósins eru aukatónleikarnir í kvöld eins konar framhald þeirrar hugmyndar sem bryddað var upp á í fyrra að halda eins konar hátíð í lok sumartónleikanna. "Í fyrra vorum við einnig að halda uppá að Sumartónleikarnir voru 15 ára og okkur fannst ástæða til að glæða áhuga fólks á tónleikaröðinni." MYNDATEXTI: Gruppo Atlantico ásamt Signýju Sæmundsdóttur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar