Ólöf Halldórsdóttir

Ólöf Halldórsdóttir

Kaupa Í körfu

Einu gildir fyrir leikhúsáhugamanneskjuna Ólöfu Ingu Halldórsdóttur þótt uppselt sé á frumsýningar, sem hún kappkostar að sjá. Öfugt við flesta aðra hefur hún sitt eigið sæti og er hæstánægð með að hjólastóllinn er henni í þessu tilliti engin fyrirstaða, nema síður sé. "Það er ekkert mál fyrir mig að fá miða á frumsýningar því ég tek með mér sætið. Ég tylli mér bara við endann á bekknum eða hvar sem er," segir hún í viðtali í Tímariti Morgunblaðsins í dag. Ólöf Inga hefur verið hreyfihömluð frá fæðingu; með Cerebral Palsy eða CP, sem útleggst sem heilalömun á íslensku, og er bundin við hjólastól. Hún lætur ekki hindranir stöðva sig og útskrifaðist með glæsibrag frá Kennaraháskóla Íslands á liðnu vori. Í náminu sat hún við sama borð og aðrir, en viðurkennir að hafa þurft að yfirstíga margar hindranir og kannski farið aðrar leiðir að settu marki. Hún hóf kennslu í Rimaskóla í haust og stefnir á lögfræði í framtíðinni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar