Valur - Breiðablik 3:0

Árni Torfason

Valur - Breiðablik 3:0

Kaupa Í körfu

Valur hampaði Íslandsmeistaratitlinum í knattspyrnu kvenna 2004 á laugardag með glæstum 3:0 sigri á Breiðabliki. Fimmtán ár eru síðan Valur vann titilinn síðast og var fögnuður leikmanna og stuðningsmanna því mikill í leikslok. Valur á einn leik eftir í deildinni gegn ÍBV á útivelli, en með sigri á Blikum tryggðu Valskonur sér titilinn þar sem þær náðu sér í 8 stiga forskot á ÍBV sem þar með á ekki möguleika á að ná þeim. MYNDATEXTI: Íris Andrésdóttir fer fyrir sínum mönnum þegar hlaupinn er heiðurshringur á Hlíðarenda með Íslandsbikarinn, eftir sigur á Breiðabliki 3:0.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar