Þráinn Þorvaldsson og Elín G. Óskarsdóttir

Þráinn Þorvaldsson og Elín G. Óskarsdóttir

Kaupa Í körfu

Hjónin Þráinn Þorvaldsson og Elín G. Óskarsdóttir ferðuðust um landið og skáru hvönn í tonnavís í sumar Jurtatannkrem, aloa vera-skyr og grasasjampó. Allt eru þetta nýjungar á markaði sem seljast eins og heitar lummur enda virðist lífsstíll unga fólksins snúast æ meira um náttúruna, heilbrigði og hollustu. Á sama tíma hefur virðing fyrir þekkingu forfeðranna á grösum, jurtum og lækningamætti náttúrunnar vaxið og þekktir vísindamenn nútímans verja nú dýrmætum tíma sínum í rannsóknir á plöntum, sem grasakonum fyrri alda þótti ekki nema sjálfsagt að nýta til lækninga sinna. Ein þessara jurta er íslenska ætihvönnin sem doktor Sigmundur Guðbjarnason, prófessor við Háskóla Íslands, Steinþór Sigurðsson lífefnafræðingur og fleiri íslenskir vísindamenn hafa rannsakað um nokkurra ára skeið

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar