Galtafell
Kaupa Í körfu
Reykjavík - Eignaumboðið fasteignasala hefur fengið til sölumeðferðar eitt af sérstæðustu og tignarlegustu húsunum í Þingholtunum. Húsið stendur við Laufásveg 46 og flestir kannast við það undir nafninu Galtafell. Kristinn B. Ragnarsson viðskiptafræðingur hjá Eignaumboðinu fasteignasölu þekkir sögu hússins. "Galtafell var byggt árið 1916 af Pétri J. Thorsteinsson sem fékk Einar Erlendsson húsameistara til þess að teikna það og talið er að hönnun þess hafi miðast við að skapa syni hans sem besta vinnuaðstöðu. Því er óvenju hátt til lofts og mikil birta leikur um stofurnar á aðalhæð hússins. Sonur hans var Guðmundur Thorsteinsson listmálari, betur kunnur sem Muggur og bjó hann í húsinu um skeið. Árið 1923 keypti Bjarni Jónsson frá Galtafelli í Hrunamannahreppi húsið og nefndi það Galtafell eftir æskuheimili sínu. Bjarni var bróðir Einars Jónssonar hins þjóðkunna myndhöggvara. Bjarni var oft kenndur við Nýja Bíó vegna þess að hann var meðeigandi og framkvæmdastjóri bíósins. Bjarni og kona hans, Sesselja, bjuggu í húsinu allt til ársins 1966, en þá lést Bjarni, og hýsti þá Galtafell um árabil skrifstofur Sjálfstæðisflokksins. Síðan í júní 1975 hafa þau Bjarni Stefánsson, barnabarn Bjarna Jónssonar, og eiginkona hans Birna Björgvinsdóttir búið í húsinu. Þau hafa haldið húsinu í upprunalega ástandi sínu þó að þau hafi látið endurnýja það mikið bæði að utan og innan og er húsið því í góðu ástandi. MYNDATEXTI: Galtafell er eitt af sérstæðustu og tignarlegustu húsunum í Þingholtunum.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir