Eldhús

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Eldhús

Kaupa Í körfu

Þegar keypt er notað húsnæði er það oft gert með því hugarfari "að það sé hægt að gera það upp í rólegheitunum". Sú var raunin hjá eigendum eldhússins sem hér er sýnt. Hjónin hafa verið að dunda við breytingar og endurbætur á íbúðinni um nokkurra ára skeið, svo sem að skipta um gólfefni, smíða varanlegar innréttingar og nú síðast var skipt um eldhúsinnréttingu. Það er vægt til orða tekið að segja að um byltingu sé að ræða. Í stað gamallar en þó snyrtilegrar innréttingar, sem var barn síns tíma, er komin sprautulökkuð nýtískuinnrétting, með öllum nýjustu tækjum og ljósabúnaði. MYNDATEXTI: Ótrúlegt en satt. Ný innrétting, skápar og bekkur undir eldhúsglugga eru horfin, ný tæki og lýsingin er í aðalhlutverki.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar