Akureyrarvaka

Kristján Kristjánsson

Akureyrarvaka

Kaupa Í körfu

FJÖLMENNI tók þátt í viðamikilli dagskrá, Akureyrarvöku, nú um helgina en hún er haldin í tengslum við afmæli Akureyrarbæjar, 29. ágúst. Það var svo sannarlega líf og fjör í Kaupvangsstræti, Listagilinu svonefnda, en þar fengu listamenn af yngri kynslóðinni að spreyta sig hjá Listasmiðju Öllu. Að sjálfsögðu mátti sjá fínustu takta hjá þessum ungu listamönnum. Eins var gestum og gangandi í tilefni dagsins leyft að mála krítarmyndi í Gilinu og þar mátti sjá listaverk af ýmsu tagi. Fjöldi myndlistarsýninga var opnaður, tónlist leikin jafnt úti sem inni og langt fram á kvöld og þá fengu menn færi á að kynnast skúmaskotum Samkomuhússins og taka þátt í fjölbreyttri dagskrá á vegum Minjasafnsins svo eitthvað sé nefnt.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar