Fjarnámsstofa á Hvammstanga
Kaupa Í körfu
Fjarnámsstofa hefur verið opnuð að Höfðabraut 6 á Hvammstanga. Húnaþing vestra leigir þar til þriggja ára aðstöðu af Forsvar ehf, sem hefur búið stofuna góðum hús- og tækjabúnaði. Tvær fastar starfsstöðvar eru í stofunni, fjarfundarbúnaður, myndvarpi og sjónvarp. Gert er ráð fyrir að nemendur noti þráðlausan búnað við fartölvur sínar. Stofan er tengd ADSL símalínum. Gott rými er fyrir 12-15 manns og er stofan hin vistlegasta. Gunnar Sveinsson, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi er umsjónarmaður stofunnar. Gestir komu vítt að við opnunina, stjórnendur skóla, alþingismenn og fleiri. Ólafur Proppé, rektor Kennaraháskóla Íslands, lýsti mikilli ánægju með framkvæmdina og Bryndís Þráinsdóttir færði stofunni bókargjöf frá Farskóla Norðurlands vestra. MYNDATEXTI: Opnun: Ólafur Proppé flytur hvatningarorð og árnaðaróskir. Hjá standa Þóra Sverrisdóttir Blönduósi og Valgeir Bjarnason Hólum.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir