Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar

Þorkell Þorkelsson

Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar

Kaupa Í körfu

Einn maður lést og annar komst lífs af þegar kanadísk skúta sökk í Faxaflóa SAUTJÁN ára kanadískur piltur var í eina og hálfa klukkustund í sjónum eftir að skúta sem hann var á ásamt 49 ára föðurbróður sínum, sökk um 25 sjómílur suðvestur af Malarrifi á Snæfellsnesi á fimmta tímanum í gær. Eldri maðurinn lést og hélt drengurinn honum á floti þar til að áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar kom á staðinn og hífði þá um borð. Mennirnir eru báðir frá Toronto í Kanada. Drengnum varð ekki meint af og bar sig ótrúlega vel á leiðinni heim, að sögn Jakobs Ólafssonar, flugstjóra. MYNDATEXTI: Áhöfn TF-LIF bjargaði drengnum úr sjónum í gær. F.v.: Einar Valsson stýrimaður, Auðunn F. Kristinsson stýrimaður, Jakob Ólafsson flugstjóri, Jón Magnús Kristjánsson læknir og Reynir Garðar Brynjarsson flugvirki.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar