Skemmdarverk

Kristján Kristjánsson

Skemmdarverk

Kaupa Í körfu

UMFERÐARSKILTI sem sett voru upp í nágrenni Lundarskóla á dögunum hafa verið eyðilögð. Málningu var sprautað yfir skilti sem staðsett var við Skógarlund og skilti við Þingvallastræti neðan Hrísalundar var brotið. Fjölmörg skilti, þar sem á stóð Skólinn er byrjaður, voru sett upp við grunnskóla bæjarins á dögunum, til að minna vegfarendur á að sýna fyllstu varúð í umferðinni. Gunnþór Hákonarson yfirverkstjóri gatnamála hjá Akureyrarbæ sagði að þessi skemmdarverk sýndu mikið virðingarleysi gagnvart eigum bæjarins og ekki síður gagnvart börnunum. MYNDATEXTI: Skemmdarverk: Arnaldur Snorrason, starfsmaður Framkvæmdamiðstöðvar Akureyrarbæjar, við brotið umferðarskilti og annað sem hafði verið sprautað yfir með málningu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar