Þjóðminjasafnið opnað á ný

©Sverrir Vilhelmsson

Þjóðminjasafnið opnað á ný

Kaupa Í körfu

SAFNAHÚS Þjóðminjasafns Íslands var opnað formlega að nýju í gærkvöldi eftir gagngerar endurbætur sem staðið hafa yfir frá árinu 1997. Viðstaddir voru á áttunda hundrað boðsgesta, þeirra á meðal forstöðumaður þjóðminjasafns Dana, Carsten U. Larsen, sem afhenti safninu að láni Grundarstól, sem var áður í eigu Ara Jónssonar lögmanns, sonar Jóns Arasonar biskups, sem hálshöggvinn var ásamt sonum sínum í Skálholti 1550. Tveir af þremur stólum sem varðveist hafa voru fluttir til Danmerkur 1843 en árið 1930 kom annar þeirra til Íslands og er hann varðveittur í Þjóðminjasafninu. MYNDATEXTI: Safnahús Þjóðminjasafnsins við Suðurgötu var opnað við hátíðlega athöfn eftir endurbætur sem staðið hafa yfir frá árinu 1997. Davíð Oddsson forsætisráðherra opnaði safnið formlega og var það fyrsta embættisverk hans eftir veikindin.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar