Margrét Guðlaugsdóttir og Guðmundur Aðalsteinsson
Kaupa Í körfu
Það klingir í óróum á nokkrum stöðum í kring um okkur. Á veggnum hanga skrautlegar kaffikrúsir, úti í horni fagurblár fjaðurbogi, postulínsfuglar gægjast til okkar úr hillum og inni í setustofu bíður saumavélin þess að húsfrúin taki til við saumana. Nei, við erum ekki stödd á heimili einhverra sérdeilis húslegra íbúa heldur á Æsustöðum, hjólhýsi heiðurshjónanna Guðmundar Aðalsteinssonar bílstjóra og Margrétar Guðlaugsdóttur saumakonu. Híbýlin atarna standast reyndar alveg samanburðinn við hvaða meðalheimili sem er, hvort heldur sem litið er til þæginda eða herbergjafjölda, enda státa þau af svefnherbergi, snyrtingu með sturtu, setustofu með eldhúskrók og sjónvarpi að ógleymdu fortjaldinu, sem gegnir allt í senn hlutverki glæsilegrar stofu, borðstofu og eldhúss. MYNDATEXTI: Það tekur tvo og hálfan, þrjá tíma að setja fortjaldið upp og skreyta. "Það fer drjúgur tími í að hengja allt þetta dót upp en við höfum gaman af því og tökum því bara rólega," segir Margrét.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir