Tökur á A Little Trip to Heaven

Þorkell Þorkelsson

Tökur á A Little Trip to Heaven

Kaupa Í körfu

Tökur standa yfir á bandarísku kvikmyndinni A Little Trip to Heaven í leikstjórn Baltasars Kormáks. Inga Rún Sigurðardóttir blaðamaður og Þorkell Þorkelsson ljósmyndari heimsóttu tökustað í Austur-Landeyjum og fylgdust með því skemmtilega lífi sem á sér stað á settinu. Staðurinn er landnámsbærinn Steinmóðarbær í Austur-Landeyjum en gæti verið hvar sem er á sléttum miðvesturríkja Bandaríkjanna. Bílhræ af amerískum köggum eru hvarvetna, húsið sem áður var íslenskt steinhús hefur verið klætt með tré að utan og fengið nýja þakklæðningu. Málningin er flögnuð og lítur húsið hrörlega út. Gömul steinútihús hafa verið máluð og geyma nú bandarískan pallbíll. Flugnanetsdyr eru fyrir aðaldyrunum í húsið og dós af Budweiser liggur kramin við þröskuldinn. Tilviljun ræður örugglega engu um tilvist hennar þar því hugað er að öllum smáatriðum. MYNDATEXTI: Baltasar Kormákur leikstjóri ásamt tökuliði A Little Trip to Heaven.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar