Frænkurnar Hulda Ósk og Sigríður

Atli Vigfússon

Frænkurnar Hulda Ósk og Sigríður

Kaupa Í körfu

Réttað var í gær í Hraunsrétt í Aðaldal og var þar margt fólk saman komið til þess að sjá og draga féð. Hraunsrétt var lengi önnur stærsta skilarétt norðanlands og þar hefur verið réttað í meira en hundrað og sjötíu ár. Þessi vinsæli samkomustaður Aðaldælinga og fleiri Þingeyinga hefur alltaf sitt aðdráttarafl og unga fólkið hjálpar til eftir því sem það getur. Frænkurnar Hulda Ósk og Sigríður sögðu gaman að vera í réttinni, þær væru búnar að finna mörg lömb og ekkert væri erfitt að draga þau.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar