Háskólinn á Akureyri og Þróunarsamvinnustofnun Íslands

Kristján Kristjánsson

Háskólinn á Akureyri og Þróunarsamvinnustofnun Íslands

Kaupa Í körfu

Háskólinn á Akureyri og Þróunarsamvinnustofnun Íslands taka upp samvinnu Rammasamningur undirritaður Skrifað hefur verið undir rammasamning milli Háskólans á Akureyri og Þróunarsamvinnustofnunar Íslands um samvinnu þessara stofnana. Mikael M. Karlsson, forseti félagsvísinda- og lagadeildar Háskólans á Akureyri, sagði að næstu skref yrðu að ræða um hugsanleg verkefni sem stofnanirnar gætu unnið sameiginlega að. Björn Ingi Hrafnsson, stjórnarformaður Þróunarsamvinnustofnunar Íslands, sagði samning einnig vera á milli stofnunarinnar og Háskóla Íslands, en mikilvægt væri að færa út kvíarnar og því ánægjulegt að samstarf hefði einnig tekist við Háskólann á Akureyri. MYNDATEXTI: Rammasamningur: Björn Ingi Hrafnsson, formaður stjórnar Þróunarsamvinnustofnunar Íslands, og Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, skrifuðu undir samninginn. Við hlið þeirra sitja Sighvatur Björgvinsson, framkvæmdastjóri ÞSSÍ, og Sjöfn Vilhelmsdóttir, útgáfu- og fræðslustjóri.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar