Sesselja Benediktsdóttir

Kristján Kristjánsson

Sesselja Benediktsdóttir

Kaupa Í körfu

Sesselja Benediktsdóttir á Dalbæ hin sprækasta þrátt fyrir háan aldur Hana dreymir um að komast á Kaldbak. Og vonar innilega að sá draumur rætist nú í vetur. Að sitja í snjóbíl alla leið upp á topp og njóta útsýnisins þegar þangað er komið. Þetta er draumur Sesselju Benediktsdóttur, íbúa á Dalbæ á Dalvík. Hún varð 100 ára á laugardaginn var, 4. september. Æskuslóðir Sesselju eru á Grenivík og henni þykir vænt um heimaslóðirnar; horfir gjarnan þangað yfir, á þorpið sitt og fjallið þar sem hún situr í matsalnum á Dalbæ. Fylgist með úr fjarlægð. Sesselja fæddist að Grímsnesi á Látraströnd, næst elst fimm barna hjónanna Benedikts Sigurðssonar sjómanns og Petreu Oddsdóttur húsmóður og fiskverkakonu. MYNDATEXTI: Sesselja Benediktsdóttir: Hundrað ára og þokkalega hress í blómahafi á herbergi sínu á Dalbæ á Dalvík.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar