Silvía Svíadrottning heimsótti Barnahús

©Sverrir Vilhelmsson

Silvía Svíadrottning heimsótti Barnahús

Kaupa Í körfu

Vöxtur Reykjavíkur, batnandi efnahagur og fjöldi grænna svæða er meðal þess sem kom Karli Gústafi Svíakonungi einna mest á óvart í heimsókn hans hér á landi á þriðjudag og miðvikudag. Sylvía drottning hans lýkur lofsorði á starfsemi Barnahúss og vonast til að fleiri lönd taki upp það fyrirkomulag, sem þar er viðhaft við meðhöndlun mála barna, sem orðið hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi. MYNDATEXTI: Silvía Svíadrottning heimsótti Barnahús í gærmorgun sem hún segir vera stórkostlegan stað. Með henni í för var Dorrit Moussaieff forsetafrú og þarna heilsa þær upp á Dröfn Farestveit og Einar Huga Geirsson sem eru börn starfsmanna hússins. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, fylgist með.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar