Manuela Carvalho og Joke van der Leuw-Roord

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Manuela Carvalho og Joke van der Leuw-Roord

Kaupa Í körfu

Fyrir áratug geisaði stríð á Balkanskaga þar sem þúsundir manna féllu. Í stríðinu var iðulega vísað til sögunnar þegar stríðsreksturinn var réttlættur. Í dag vinna samtök evrópskra sögukennara (EUROCLIO) að því að breyta áherslum í sögukennslu á Balkanskaga m.a. til að auka víðsýni og umburðarlyndi í þessum löndum. EUROCLIO hafa starfað í rúm 10 ár og vinna að því að bæta sögukennslu alls staðar í Evrópu. Samtökin hafa sérstaklega beitt sér á Balkanskaganum, í löndum fyrrum Júgóslavíu. Danir og Hollendingar hafa stutt verkefnið fjárhagslega með myndarlegum hætti. Samtökin héldu nýlega stjórnarfund á Íslandi. Manuela Carvalho, forseti EUROCLIO, sagði að samtökin ynnu að markmiðum sínum með ráðstefnum og fundum bæði meðal sögukennara og eins menntamálayfirvöldum í hverju landi fyrir sig. MYNDATEXTI: Manuela Carvalho, forseti EUROCLIO (t.v.) og Joke van der Leuw-Roord, framkvæmdastjóri samtakanna, vinna að verkefni á Balkanskaga.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar