Fyrsta íslenska mýrarknattspyrnumótið

Halldór Sveinbjörnsson

Fyrsta íslenska mýrarknattspyrnumótið

Kaupa Í körfu

Fyrsta íslenska mýrarknattspyrnumótið var haldið á Ísafirði um helgina við góðar undirtektir. Til leiks voru mætt fjögur lið og var Reynir Hnífsdal krýndur Íslandsmeistari karla í mýrarknattspyrnu eftir æsispennandi vítaspyrnukeppni. Ég kynntist þessari íþrótt í Finnlandi fyrr í sumar þegar ég fór við annan mann og tók þátt í mýrarknattspyrnumóti, en þetta er ein vinsælasta jaðaríþróttin þar í landi," segir Jón Páll Hreinsson, einn skipuleggjenda og liðsmaður Reynis Hnífsdal, og bendir á að í kringum fimm þúsund keppendur hafi tekið þátt í fyrrnefndu móti. MYNDATEXTI: Knattspyrnumennirnir máttu vaða aurinn í ökkla og vel það en létu það ekki spilla fyrir sér leikgleðinni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar