Ungviðið leikur sér

Ungviðið leikur sér

Kaupa Í körfu

Loksins stytti upp í Reykjavík eftir þrálátar rigningar og þá var ekki að sökum að spyrja, menn og málleysingjar flykktust út í sólina og sprettu úr spori. Seppi kunni sér ekki læti og ólmaðist sem ákafast í hundaólinni með tilsjónarmann sinn í eftirdragi á línuskautum. Fast á hæla þeim kom fulltrúi hjólreiðamanna og steig fák sinn kröftuglega og hafði ekki gleymt öryggishjálminum frekar en daman.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar