Jón Helga Jóhannsson

Atli Vigfússon

Jón Helga Jóhannsson

Kaupa Í körfu

Grænfóður óx seint framan af sumri í Suður-Þingeyjarsýslu vegna mikilli þurrka, en nú hefur ræst úr þar sem nokkrum sinnum hefur rignt það sem af er þessum mánuði. Bændur hafa fagnað úrkomunni og grænfóðurtíminn stendur sem hæst á þeim bæjum þar sem kýr eru hafðar í káli. Á myndinni má sjá Jón Helga Jóhannsson, bónda í Víðiholti, sem nýtir vel þessa haustbeit. Hann færir rafstrenginn þrisvar á dag þannig að kýrnar hafa alltaf fersk kálblöð innan seilingar enda kunna þær gott að meta og mjólka mikið.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar