Ísjaki til Frakklands
Kaupa Í körfu
Hópur erlendra blaðamanna var viðstaddur ásamt utanríkisráðherra Íslands og sendiherra Íslands í París er 22 tonna ísjaki var hífður upp úr Jökulsárlóni í gær og í frystigám. Fyrirtækið Ístak sá um að ná jakanum úr lóninu og flytja hann til Reykjavíkur og ber því vissulega nafn með rentu. Jakinn á nú langt ferðalag fyrir höndum en hann mun verða til sýnis fyrir utan vísindahöllina Palais de la Découverte í París í tengslum við viðamikla Íslandskynningu sem hefst þar í borg 27. september nk. Leið ísjakans lá frá Breiðamerkurlóni á athafnasvæði Eimskips. Þaðan verður hann fluttur 16. september áleiðis til Rotterdam í Hollandi og þaðan á vörubíl til Parísar. Áætlað er að ferðalagið taki enda sama dag og sýningin hefst í París. Ísjakinn mun standa við vísindahöllina til 3. október en frá þeim degi er framtíð hans óráðin. MYNDATEXTI: Sigríður Snævarr sendiherra og Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra fylgdust með flutningunum.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir