Víkingaskipið búið undir storminn í Þorlákshöfn

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Víkingaskipið búið undir storminn í Þorlákshöfn

Kaupa Í körfu

Víða bjuggu menn sig undir storm í gærkvöldi, enda hafði Veðurstofan spáð hvassri austanátt með rigningu, fyrst sunnanlands og svo norðan- og austanlands. Sjómenn og bátaeigendur huguðu að bátum sínum í höfnum og var víkingaskipið Íslendingur engin undantekning hvað það varðaði. Þeir Gunnar Marel Eggertsson skipasmiður og Böðvar Gunnarsson voru í Þorlákshöfn í gær og gerðu ráðstafanir með því að setja dælu í Íslending ef á þyrfti að halda.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar