Ástralskir frumbyggjar

Þorkell Þorkelsson

Ástralskir frumbyggjar

Kaupa Í körfu

ÞAÐ er ekki sama um hvað er spurt og hvernig er spurt þegar ástralskir frumbyggjar eru annars vegar. Þeir Yirryirrngu Ganambarr helgiathafnasöngvari, Mirrwatnga Munyarryun hátíðar-yidaki-spilari og Ngongu Ganambarr yidaki-smiður sitja á sviðinu í Salnum, kappklæddir í íslensku haustlægðinni; eru hingað komnir frá heimkynnum sínum í Arnhem-landi í Ástralíu til að spila fyrir íslensk skólabörn og tónleikagesti í Salnum í kvöld. "Þeir eru komnir með heimþrá og farnir að tala um ættingjana heima," segir Buzby, ástralski náunginn sem hefur haft veg og vanda af komu þeirra hingað MYNDATEXTI: Yirryirrngu Ganambarr helgiathafnasöngvari, Mirrwatnga Munyarryun hátíðar-yidaki-spilari og Ngongu Ganambarr yidaki-smiður á sviðinu í Salnum. Á tónleikunum í kvöld mætast íslensk tónlist og tónlist áströlsku frumbyggjanna.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar