Slökkvilið Akureyrar við Brekkuskóla

Kristján Kristjánsson

Slökkvilið Akureyrar við Brekkuskóla

Kaupa Í körfu

Slökkvilið Akureyrar var kallað að Brekkuskóla í gærmorgun eftir að Neyðarlínunni barst tilkynning um eld í risi gamla Barnaskólans, sem nú tilheyrir Brekkuskóla. Öryggiskerfi skólans fór í gang en um misskilning var að ræða við álestur á kerfið en reykur hafði myndast við vélsög í smíðastofu skólans á fyrstu hæð, þegar verið var að saga timbur í smíðakennslu. Tveir slökkvibílar og körfubíll voru sendir á staðinn, enda fjölmörg börn í skólabyggingunni. MYNDATEXTI: Stelpurnar í Brekkuskóla létu heimsókn slökkviliðsins lítið á sig fá og léku sér á skólalóðinni þrátt fyrir heldur hryssingslegt veður.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar