Akureyrarvefur

Kristján Kristjánsson

Akureyrarvefur

Kaupa Í körfu

Akureyrarpúls er meðal nýjunga á breyttum vef Akureyrarbæjar, sem Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri opnaði formlega við athöfn á Amtsbókasafninu í gær. Akureyrarpúlsinn er undirvefur sem ætlaður er til samanburðar á rekstrarumhverfi fyrirtækja á Akureyri og höfuðborgarsvæðinu. Hann er að sögn bæjarstjóra ætlaður til að sýna stjórnendum fyrirtækja fram á hverjir helstu kostir þess eru að reka fyrirtæki í bænum og gæti þannig orðið til að styrkja atvinnulífið enn frekar. MYNDATEXTI: Ný vefsíða: Bjarni Jónasson, fyrrverandi formaður atvinnumálanefndar, kynnti sérstakan Akureyrarpúls á nýrri vefsíðu bæjarins. Hugmyndin er upphaflega komin frá atvinnumálanefnd, sem nú hefur verið lögð niður.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar