Stormur í Freysnesi
Kaupa Í körfu
ÁTJÁN manna hópur eldri Kanadabúa, sem gisti á Hótel Skaftafelli í Freysnesi óveðursnóttina, sagði að það hefði verið mjög óþægileg upplifun að lenda í óveðrinu. "Mörgum okkar fannst eins og að öll byggingin myndi takast á loft, hótelið hristist það mikið. Og það var afar hvasst í nokkurn tíma eftir að þakið fauk af," segja Kanadamennirnir en taka fram að sem betur fer hafi allt farið vel, mestu skipti að enginn hafi slasast. En greip ekki um sig nein ofsahræðsla þegar lætin voru sem mest? "Nei, alls ekki, við erum kaldir Kanadamenn." Flestir sögðust hafa verið vakandi þegar þakið fauk enda hefði vindurinn lamið hótelið það hressilega að engin leið hefði verið að festa svefn. Þau sögðust aldrei hafa upplifað slíkan veðurofsa í heimalandinu. "Ég fékk einna verstu útreiðina, glugginn og rúðan í herberginu mínu komu bókstaflega inn í herbergið í einni hviðunni og allt fylltist af glerbrotum," segir Evelyn sem komin er af léttasta skeiði en ferðafélagar hennar segja hana hafa verið sem unglingsstúlku þegar hún kom skeiðandi út úr herberginu. MYNDATEXTI: "Glugginn og rúðan í herberginu mínu komu bókstaflega inn í herbergið."
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir