Kathlyn Brooks flutti fyrirlestur hjá Stígamótum

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Kathlyn Brooks flutti fyrirlestur hjá Stígamótum

Kaupa Í körfu

"FÓLK drepur frekar en að finna fyrir skömm," segir Kathleen Brooks, sálfræðingur frá Bandaríkjunum, og áréttar mikilvægi þess að fólk hlúi að sínu innra barni. Brooks hélt nýlega fyrirlestur í Stígamótum en hún kom hingað til lands á vegum aðstandenda fræðsluverkefnisins Blátt áfram sem miðast að því að fræða fólk um kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum. Brooks er með starfsemi í San Diego þar sem hún vinnur með sjálfshjálparhópum, leiðir hugleiðslu, býður upp á ýmis meðferðarúrræði og stjórnar eigin útvarpsþætti í gegnum Netið. Í 25 ár hefur hún starfað með fólki sem hefur lifað af kynferðislegt ofbeldi en sjálf var hún beitt slíku ofbeldi af föður sínum og afa. MYNDATEXTI:Kathleen Brooks

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar