Grafík í Austurbæ

Sverrir Vilhelmsson

Grafík í Austurbæ

Kaupa Í körfu

Þegar rökkvaði á fimmtudag vaknaði Ísafjarðarbandið Grafík úr dái sínu og tryllti lýðinn í Austurbæ. Það er von Flugunnar að þeir sem ekki létu sjá sig á tónleikunum hafi verið uppteknir við eitthvað mjög mikilvægt, svo sem við að lesa nýjasta Séð&Heyrt eða að þrífa bílinn. Nei, afsakanir verða sko ekki teknar gildar enda var nostalgíuvíman engu lík og fólk átti afar erfitt með að sitja kyrrt þegar ógleymanlegir slagarar á borð við "Þúsund sinnum segðu já", "Sextán" og "Húsið og ég" ómuðu í Austurbænum. Helgi Björnsson er án efa sá allra besti í bransanum þegar kemur að því að skapa ósvikna stemningu og Flugunni sýndist sem Sverrir Stormsker og vinir væru hreinlega að missa vit og rænu þegar bandið tók "Dýrið". Ólafur Páll Gunnarsson í Popplandi, Jón Ólafsson tónlistarmaður og Skímófélagarnir Addi Fannar og Gunnar Ólason voru allir mættir í tímaflakkið aftur til gullaldarára hárlakks og hallærisleika (jú, jú, það voru líka einhverjar konur á svæðinu en alls ekki margar, af einhverjum undarlegum ástæðum). Hver borgar annars andvirði hægri handleggs á tónleika stórstjarna í Laugardalshöll þegar maður hefur snilldarbönd eins og Grafík í bakgarðinum hjá sér? Félagarnir verða hreinlega að endurtaka leikinn af skýrum mannúðarástæðum! MYNDATEXTI: Viktor Máni Vilbergsson og Vilberg Viktorsson

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar