Slökkvitæki

Þorkell Þorkelsson

Slökkvitæki

Kaupa Í körfu

Um 6.000 handslökkvitæki með haloni eru í umferð á Íslandi, en frá síðustu áramótum hefur verið bannað að nota þessi slökkvitæki við slökkvistarf. Þau eru nú flokkuð sem hættulegur úrgangur og ber að skila. Dagur ósonlagsins var á fimmtudag, 16. september, en Sameinuðu þjóðirnar hafa efnt til hans síðastliðin ár og minnst þess að árið 1987 var Montreal-bókunin undirrituð. Alls rituðu 50 þjóðir undir bindandi samning um að vernda ósonlagið með því að draga úr notkun klórflúorkolefna og halona, en þeim hefur nú fjölgað í 190. Montrealbókunin og framkvæmd hennar hefur orðið fyrirmynd annarra alþjóðlegra samninga um lausn á umhverfisvanda, t.d. Kyoto-bókunarinnar. MYNDATEXTI:Skila ber handslökkvitækjum með haloni til spilliefnamóttöku sveitarfélaganna.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar