Daniel Hannan

Sverrir Vilhelmsson

Daniel Hannan

Kaupa Í körfu

Breskur fulltrúi á Evrópuþinginu segir að verði stjórnarskrárdrög ESB að veruleika sé búið að koma á ríkjasamruna sem þjóðirnar hafi alls ekki beðið um. Daniel Hannan er íhaldsmaður, situr á þingi Evrópusambandsins og er harður gagnrýnandi aukins samruna og hugmyndanna um að Evrópa verði sambandsríki með eigin stjórnarskrá. Hann er fæddur 1971 og hefur frá 1996 verið einn af leiðarahöfundum dagblaðsins The Daily Telegraph. MYNDATEXTI: Evrópuþingmaðurinn Daniel Hannan er liðsmaður Íhaldsflokksins.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar