Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra

Sverrir Vilhelmsson

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra

Kaupa Í körfu

Myndarlegur floti ráðherrabíla stóð fyrir utan Bessastaði í síðustu viku meðan á ríkisráðsfundi stóð. Þarna voru einir tíu ráðherrabílar og vantaði því tvo upp á að þeir væru allir samankomnir. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hefur haft til ráðstöfunar gamlan BMW 728i, árgerð 1997 eftir því sem næst verður komist. Þetta er því orðinn nokkuð gamall bíll miðað við aðra ráðherrabíla, en hann er með 2,8 lítra vél, 192 hestafla. Halldór Ásgrímsson tók við embætti forsætisráðherra af Davíð Oddssyni á ríkisráðsfundi á Bessastöðum nú eftir hádegi en Davíð tók við embætti utanríkisráðherra af Halldóri. Þá tók Sigríður Anna Þórðardóttir við embætti umhverfisráðherra af Siv Friðleifsdóttur sem verður óbreyttur þingmaður.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar