Ólafsfjörður - Flóð

Helgi Jónsson

Ólafsfjörður - Flóð

Kaupa Í körfu

Aurskriður lokuðu vegum og vatn flæddi í kjallara Lækir og tjarnir bólgnuðu og líktust helst stórfljótum og stöðuvötnum, fjallshlíðar spúðu aur á vegi og vatn flaut inn í kjallara húsa á Ólafsfirði í fyrrinótt og gærdag í mikilli úrhellisrigningu sem þar gerði. Almannavarnanefnd var kölluð til fundar og var í viðbragðsstöðu en taldi ekki hættu á að aurskriður myndu skella á þéttbýlið. MYNDATEXTI: Vaknaði við hundinn Labradorhundurinn Kátur vaknaði fyrstur þegar vatn flæddi inn í kjallarann á Ægisgötu 3 í Ólafsfirði í fyrrinótt. Karfan hans blotnaði og hann varð því að finna sér annan svefnstað í húsinu. Við þetta brölt rumskaði húsbóndinn og kíkti ofan í kjallarann en þá var þar 27 sentímetra djúpt vatn. Tölva og veggklæðning voru meðal þess sem skemmdist.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar