Rit um viðskiptasérleyfi

Árni Torfason

Rit um viðskiptasérleyfi

Kaupa Í körfu

Tilgangurinn annars vegar að nýtast þeim sem taka sérleyfi og hins vegar þeim sem veita þau VIÐSKIPTASÉRLEYFI njóta vaxandi vinsælda og þess vegna var ákveðið að ráðast í útgáfu sérstaks rits á íslensku um þetta efni, að sögn Emils B. Karlssonar hjá Samtökum verslunar og þjónustu, SVÞ. Emil er höfundur ritsins, en í því er fjallað um stofnun og rekstur sérleyfisfyrirtækja. Íslandsbanki og SVÞ gefa ritið út. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra tók í fyrradag við fyrsta eintaki hins nýja rits. MYNDATEXTI: Fyrsta eintakið Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra tekur við fyrsta eintakinu af ritinu úr hendi höfundar, Emils B. Karlssonar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar