Paul van den Noord

Árni Torfason

Paul van den Noord

Kaupa Í körfu

Hagfræðingur hjá OECD segir breytingar á efnahagskerfum evruríkjanna nauðsynlegar svo jákvæð áhrif myntbreytingar verði varanleg "ÁHRIF sameiginlegu myntar Evrópusambandsins, evrunnar, á efnahag aðildarríkja myntbandalagsins, sérstaklega smærri ríkja, hafa að mestu verið jákvæð, en grundvallarbreytingar þarf að gera á efnahagskerfum og -stjórn allra aðildarríkjanna eigi batinn að vera varanlegur." Þetta sagði Paul van den Noord, hagfræðingur hjá hagfræðideild Efnahags- og samvinnustofnunar Evrópu (OECD), í samtali við Morgunblaðið. Van den Noord hélt fyrirlestur í Háskóla Íslands í fyrradag um reynslu evruríkja af evrunni á hádegisfundi Samtaka iðnaðarins og viðskipta- og hagfræðideildar Háskóla Íslands. MYNDATEXTI: Sveigjanleiki Paul van den Noord segir sameiginlegan markað gera þá kröfu til evruríkja að efnahagskerfi þeirra verði sveigjanlegri en áður.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar