Viðgerð á skipi

Helgi Bjarnason

Viðgerð á skipi

Kaupa Í körfu

Grindavík | Starfsmenn Vélsmiðju Grindavíkur eru að leggja lokahönd á viðgerð á netabátnum Maron GK-522. Gír bátsins gaf sig og fékk útgerðin leyfi hafnarinnar til að hífa bátinn upp á bryggjuna á meðan gert væri við hann. Ekki er óalgengt að sjá minni bátana uppi á bryggjum víða um land á meðan eigendur eða iðnaðarmenn vinna að viðhaldi og minniháttar viðgerðum. Er þægilegt að þurfa ekki að fara með bátana í slipp þegar svo stendur á.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar