Takashi Uyeno

Árni Torfason

Takashi Uyeno

Kaupa Í körfu

FÖÐUR Takashi Uyeno er illa við að rifja upp 6. ágúst 1945 þegar bandarísk herflugvél varpaði kjarnorkusprengju á miðborg Hiroshima í Japan. Honum leið skelfilega þegar hann sá kjarnorkusveppinn rísa yfir borginni þar sem hann vissi af konu sinni og Takashi Uyne, þá aðeins átta mánaða gömlum. Öll sluppu þau tiltölulega vel að því er virðist fyrir hreina tilviljun. Takashi segir samt að foreldrar sínir hafi frætt hann mikið um þennan tíma og afleiðingar sprengingarinnar. Hann telur það vera skyldu sína að segja fjölskyldu sinni frá þessu voðaverki og öðrum sem vilji hlusta. Aðeins með því að halda minningu þeirra, sem upplifðu þennan atburð, á lofti séu minni líkur á að svona verknaður endurtaki sig. Hefur hann því við tækifæri flutt fyrirlestra og síðast á alþjóðlegri ráðstefnu Rótarý-hreyfingarinnar í Anaheim í Bandaríkjunum í janúar. MYNDATEXTI: Takashi Uyeno

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar